Sortuæxli í húð ICD10 C43

skýringarmynd sem sýnir staðsetningu viðkomandi líffærisis
Yfirlit | 2012 - 2016 Karlar Konur
Textaefni úr bókinni Krabbamein á Íslandi 2012
Meðalfjöldi tilfella á ári 18 22
Hlutfall af öllum meinum 2,2% 2,9%
Meðalaldur við greiningu 62 ár 56 ár
Meðalfjöldi látinna á ári (2012 - 2016) 5 3
Fjöldi á lífi í árslok 2016 284 563

Vistun línurita

Gröfin á síðunni er hægt að vista í flestum vöfrum fyrir utan Internet Explorer (ie) 9 eða eldri. Ýtið á sýna/fela hnappinn til að fá frekari upplýsingar.

1. Hlaða hiður

Í efra hægra horni hvers línurits er mynd af ör sem vísar niður. Smellið á hana og þá hleðst myndin niður.

2. „Klippa“ myndina út.

Ef niðurhleðslu hnappurinn virkar ekki eru ýmiss tól sem geta „klippt út“ hluta skjámyndar.

Windows

Í Windows Vista (flestum útgáfum), Windows 7 og nýrri stýrikerfum frá Microsoft er til forrit sem heitir Snipping tool. Til að opna forritið er hægt að smella á start takkann, skrifa „snipping tool“ í leitargluggan og smella á forritið þegar leitarvélin hefur fundið það. Þegar forritið opnast lýsist skjárinn upp og örin breytist í plús merki. Hægt er að draga ramma utan um það sem á að taka mynd af og vista niðurstöðuna eða líma t.d. í PowerPoint, Word eða Excel.

Til að læra á Snipping tool er hægt að skoða ýtarlegar leiðbeiningar eða horfa á stutt myndband á heimasíðu Microsoft. Í eldri útgáfum af Windows (XP og eldri) er hægt að sækja forrit sem svipar til Snipping tool. Leiðbeiningar um notkun er á heimasíðu forritsins.

OS X (Apple)

Með því að gefa skipunina Shift-Command-4 opnast tól sem hægt er að nota til að velja hluta af skjámynd og taka mynd af því svæði.

3. Búa til grafið úr gagnatöflum Krabbameinsskrár

Hægt er að sækja gögnin á bakvið gröfin hér á síðunni. Þau eru undir „Gagnatöflur“ tenglinum efst vinstra megin á síðunni. Gögnin er þá hægt að vinna með í Excel og setja upp eftir eigin forsendum.

4. Leita eftir ráðum

Hægt er að finna ýmiss ráð á netinu. Með því að leita í leitarvél og/eða á myndbandsrásinni Youtube er hægt að finna ýmiss ráð. Dæmi um leitarstreng: snipping tool for [nafn á stýrikerfi: Windows (XP, Vista, 7,...)/OS X/Linux]; screen capture tool; take image of screen.

5. NORDCAN

Hægt er að fara á heimasíðu NORDCAN og útbúa grafið þar. Þau gröf er hægt að afrita og vista.

6. Biðja um aðstoð

Ef erfiðlega gengur að nota ofangreindar aðferðir má að sjálfsögðu hafa samband við Krabbameinsskrá og biðja um aðstoð.

* Árleg nýgengi og dánartíðni er aldursstaðlað miðað við alþjóðlegan aldursstaðal og sýnt sem hlaupandi fimm ára meðaltöl. Frekari upplýsingar í orðskýringum.
-->